Loading

Verkfærakassinn um göngur og sköpun Arite Fricke - hönnuður, listamaður, kennari

Menn, göngur og listgöngur

Fotsporið hennar Evu er kölluð röð af steingerðum sporum manna eftir konu við Langebaan Lagoon í Suðurafriku sem voru uppgötvuð árið 1995. Eva gekk þar um fyrir 117.000 árum. Lengi gengu forfeðrar okkar á yfirborði jarðarinnar í takt við árstíðir og ferðir dýrahjarða (nomad). Fræðimenn segja, að vandmál nútimans eins og hungursneyð, stríð og veikindi komu upp eftir að menn setust að.

https://www.youtube.com/watch?v=lQ-TKYAkOpw

"Eine kurze Geschichte der Menschheit" eftir Yuval Noah Harai

Að ganga sem list - að ganga á list

Myndinn í bakgrunni er ímyndað götukort eftir Tony Smith

Að ganga sem list - að ganga á list

Carl Andre, Secant 1977

Í 60 áratugum uppgötvuðu fræði- og listamenn fyrirbærið "að ganga" sem listform; landslag og götur urðu listaverk eða þjónuðu sem svið fyrir gjörninga eða listsköpun. Listasköpun og sýning listaverka frelsaðist og varð ekki lengur í höndum safna og safnara. Fyrst byrjaði þessi uppgötvun í ritlistinni og síðan í höggmyndalist.

úr "Walkscapes - walking as an aesthetic practise" eftir Franscesco Careri

Rithöfundar sem toku þátt í þessari byltingu voru til dæmis Tristan Tzara, André Breton og Guy Debord. Dæmi um myndhöggvara eru Tony Smith (upphafsmaður amerísks minimalisma og LandArt), Carl Andre og Richard Long (úr bókinni Walkscapes). Aðrar hreyfingar sem áttu sér stað á svipuðum tíma og LandArt kom fram var Situationsmi sem þróaðist út frá Dadaismi og færði sig yfir á urban territory. LandArt færði skúlptur yfir á nýtt svæði (construction of territory) eins og landslag og byggingalist. Nútímarithöfundurinn og mannfræðingurinn Rebecca Solnet hefur skrifað frábærar bækur um allt tengð mannkynssögu og göngum sem dæmi í A Fieldguide to Getting Lost eða Wanderlust - a History of Walking.

https://bethanywoodsketchbook.wordpress.com/2014/06/01/quotes-wanderlust/

Manifesto

Listamenn í dag taka meðvitaða ákvörun um það "að ganga ekki á náttúruna í sköpun" heldur að velja sér aðrar leiðir sem vernda, varðveita og eru sjálfbærar. Ég sem listamaður og kennari sé að mitt hlutverk er að hjálpa öðrum að breyta hegðun þeirra frá því að vera neytendur yfir í að vernda, varðveita og endurnýta. Það að ganga sem aðferð og lífstíl er leiðarvísirinn að ofangreindri umbreytingu.

My art form is the short journey made by walking in the landscape. ...the only thing we should take of the landscape are photographs. The only thing we should leave are footprints."

Hamish Fulton, https://www.artsy.net/artwork/hamish-fulton-a-guided-and-sherpa-assisted-climb-of-mt-everest-nepal-2009

Göngur í þverfaglegri kennslU

Listkennsla á grunnskólastigi er með það lykillhlutverk að bjóða upp á vettvang þar sem nemendur geta rannsakað, skapað, greint og verið gagnrýninn, geta upplífað sig sem jafnan hlut af menningaumhverfinu sinu, eiga val, geta tekið þátt og geta jafnvel sett fyrirmæli fyrir sinn lærdóm. Gönguverkefni henda vel til þess að tengja bekkir þvert yfir árganga og fög (sjónlistir, textíl, smiði, heimilsfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði, stærðfræði, læsisefling, íslenska og erlend tungumál. Fyrirbæri sem menntunarvísindamenn hafa rannsakað og mæla með í því samhengi er menntun sem er:

  • place- and choice based,
  • transformative,
  • sustainable,
  • reverse in teaching (nemenda skapa kennsluefni og hjálpartæki)
  • creative community building,
  • design thinking (thinking by making)

Í samræmi við kenningum um choice-based education er nemendum ávalt gefið val um hvaða hugtök þau vilja rannsaka nánar; eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Hugtökin eru flokkað þannig að með því að greina frá rannsóknum sinum muna nemendur æfa inntakið. Þekking verður til. Einnig er þeim gefið val um hvaða leið þau vilja síðan taka í að miðla það sem þau voru að rannsaka (sköpun). Bæði place-based og choice-based aðferðir eru grunnvallaatriði í áttina að transformativel learning (Steven Sterling) sem er nánar er útskýrt í blóminu hennar Burns (menntun fyrir ábyrga þjóðfélagsþegna).

Í place-based education eru nemendur þjálfaðir í að sjá möguleika í og verða meðvitaðir um hlutverk sitt í nærsamfélaginu. Það stuðlar að því að þeir verði stoltir, ábyrgir þjóðfélagsþegnar sem í besta falli láta gott af sér leiða “. https://www.gettingsmart.com/wp-content/uploads/2017/02/What-is-Place-Based-Education-and-Why-Does-it-Matter.pdf +

Rudolf Steiner hélt því fram að börn á aldrinum 7-14 ára ættu að fá menntun sem gæfi þeim innblástur um það að heimurinn sé fagur. Hann trúði því einnig að leggja ætti áherslu á að láta börn vinna saman (collaboration) frekar en á móti hvort öðru (samkeppni). Þetta kemur meðal annars fram hjá World Economic Forum um mikilvæga lykilhæfni ungs fólks fyrir framtíðina. https://www.weforum.org/agenda/2016/01/the-10-skills-you-need-to-thrive-in-the-fourth-industrial-revolution/

Fræðimenn út frá lesefni í áfanganum Listir og göngur í Listaháskólanum:

Heather Burns https://drheatherburns.wordpress.com/the-burns-model/

Arne Næss https://www.youtube.com/watch?v=GJz2zVW9WHM

Thoreau (civil disobedience): https://www.biography.com/writer/henry-david-thoreau

Feinberg: http://inspireart.org/en, http://storytelling.concordia.ca/content/pyne-feinberg-pohanna-core-member

“Walking is a state in which the mind, the body and the world are aligned.”

Eftir Rebecca Solnit

úr "A Philosophy of Walking" eftir Frédéric Gros

Margir fræðimenn hafa rannsakað áhríf þess að ganga á líðan manns og sköpunarkraftinn. Flestir eru sammála um það að hreyfingin, frelsið til að sveifla örmum, til að ganga þvert yfir landið er að hjálpa huganum að róast og að vera í núinu, tengja sig á ný við náttúruna og æðra sjálfið. Göngur hafa áhríf á sköpunarferli og það að fá tækifæri til að þvælast um án tímamarka eða ákveðinna áfangastaða getur kallað fram hið óvænta, eittvað ævintyralegt, eitthvað persónulegt og samt frumlegt.

Velcro inventor George de Mestral

Hönnuðurinn George de Mestral var vanur að ganga með hundinn. Í feldi hundsins festust oft eitt og annað úr gróðrinum. Hann fór að rannsaka samspil felds og aðskota hlutanna. Þá varð til hugmyndinn að svokölluðum “frönskum rennilás”.

https://invention.si.edu/george-de-mestral-velcro-inventor

Listamenn og hönnuðir hafa lengi unnið með samfélög og umhverfið, oft með göngum

Ósk Vilhjálmsdóttir listakona og leiðsögumaður vekur í verkum sinum athygli á gerðum manna í umhverfinu með því að skipuleggja gönguferðir, með gjörningum, ljósmyndum, þátttakaverkum og fleiri. Hún sameinar göngur og sköpun í hálendisferðum sinum og styrkir þannig tengingu þátttakenda við náttúru. https://oskvilhjalmsdottir.is/project/the-karahnjukar-project/

Karlotta Blöndal, gjördningur Red, Yellow and blue, svart og hvítt)

Karlotta Blöndal hefur mörgum sinum notað göngur í þátttökuverkum (t.d. A Walk in May eða gjördninginn Red Yellow and Blue svart og hvítt) og einnig haldið skapandi námskeið tengð því. https://karlottablondal.net/project/red-yellow-and-blue-svart-og-hvitt/

Hamish Fulton

Hamish Fulton gekk ótal oft og hefur oft notað töluna 7 í sinum göngum. Hann gekk til dæmis á Mount Everest en litur á göngun sem verkið sem er búið að framkvæma að göngulokunni. Hann notar oft einstök orð og ljósmyndir í sýningum. Fultons þátttakaverk "Ganga á línum" er einn af mörgum þar sem fólk er að ganga hægt.

Richard Long

úr bókinni Walkscapes
Anna Líndal

Map Making: Að nota kort í listsköpun er mjög vinsæll og skemmtilegt því útfærslur geta vera ótal mörg og mjög persónubundinn. Anna Líndal hefur unnið listrannsókn um Grímsvötn og varpað fram spurningunni um hvernig staðir verða til. Hún skráseti hvenær nafnið “Grímsvötn” var fyrst skráð og einnig ferðir manna á staðinn. Hún saumaði kort og skapaði meðal annars bókverk í tengingu við þessa rannsókn.

Kortagerð: Rebekka Solnit hefur meðal annars skoðað kort https://www.youtube.com/watch?v=L9kWI2skHdw.

Jóhannes Kjarval.

Kjarval, málarinn sem fór sina eigin leiðir

Brynjar Sigurðarson hefur unnið með samfélag og hönnun “Bonding with the environment”. Stafir hans og mörg önnur verk hafa lengi gefið mér innblástur vegna fegurð þeirra og aðferðafræði bakvið. Brynjar hefur oft dvalið lengra tíma á svæðum og með íbúum til þess að læra á menningu svæðisins. Síðan tengir hann sig í gegnum hönnunargripi með samfélaginu á andlegan og hlutlægan hátt.

Brynjar Sigurðarson

https://hadesignmag.is/2018/05/31/bonding-with-the-environment-product-designer-brynjar-sigurdarson/?lang=en

http://www.aybar-gallery.com/index.php/exhibitions/detail/6/sticks

https://biano.is/

https://listasafnreykjavikur.is/vi%C3%B0burdir/fyrirlestur-brynjar-sigurdarson-voruhonnudur-og-listamadur

Sigurður Atli Sigurðsson

Sigurður Atli Sigurðsson Hann skapaði verki Ok árið 2015, 4 árum áður en jökullinn Ok missti skilgreininginn sinn sem jökull vegna hlýnun jarðar. Sigurður er fyrirmyndar hönnuður sérstaklega í sambandi við creative community builidng (Print&Friends).

Louise Harris

Louise Harris (plöntur og ull)

Matthew Barkely listrannsókn með grjót

Flugdreki eftir Önnu Rubin

Anna Rubin (landart, útiverk, verk með vind)

Tinna Gunnarsdóttir göngustafir, hönnunarrannsókn, vöruhönnun https://vimeo.com/152442959

Hugmyndabanki um verkefni unnið út frá göngum

Að skreyta sinn göngustaf sem verður einskonar "transfer hlutur" í lotunni og breytist eftir hverja göngu.

Göngustafur (verk eftir Arite)
Fundnir hlutir sem eru notaðir í lámyndagerð. Lámyndin er síðan einskonar tákn sem er fest á göngustafinn og gæti þjónað sem merki fyrir gönguhópinn (verk eftir Arite)
Fundnir hlutir og litir þeirra geta orðið fyrirmyndir til dæmis fyrir textílverk. Eins og með kortaútsaum: hver ganga er með áherslu (finna línur, finna fuglaþúfur, finna hunda, finna lýkt...) og verður síðan með mismunandi þráðum kortlögð í efni (verk eftir Arite)
Útsaumað göngukort (Arite)
Blönduð tækni, þverfagleg kennsla í náttúrufræði: vatnslitamálun, fjöll og grös rannskaðað (tegundir, hvernig grasið vex eftir vind) og málað yfir vatnsliti með þekkjulitum, síðan úrklippt efni úr tímaritum (álfa, litla verur sem eru að fela sig, velmenni - vinna með ímyndun) og síðan fuglar bæt við (verk eftir Arite).
Flugdrekahönnun og útiveru er hægt að tengja við mörg fög (verk eftir Heiðrúnu dóttir minu)
Þrykk á gömul bókablöð.
Línur á ströndinni lagt með steinum í andi Bruno Munari (ljósmynd eftir Arite)
Dúkristur innblásnar úr náttúrunni (mynd eftir Arite)
Form sem finna má í umhverfinu (mynd eftir Arite)
Teninga hjálpa nemendum að setja sjálfri sér rannsóknarverkefni. Fyrsti teningurinn sem kastað er, er með tölum sem gefa upp mínútur sem á að ganga. Næsti teningurinn gefur út hluti eða lífverur eða fyrirbæri sem á að taka eftir. Ef verkefnið er tengð grunnþættum sjónlistarinnar, sýnir teningurinn hvað á að taka eftir: línur, form, liti, hrýnjandi etc. CHOICE BASED EDUCATION: nemenda eiga að hanna sína tenginga eftir sínum forsendum
Hjálpartæki eftir Soniu - formfinnatæki.
Að vinna með ímyndun: finndu andlit eða líkama í umhverfinu.

Skemmtilegar bækur um útinámsverkefni fyrir börn

Útinám

Handverk

Skapandi hugmyndir tengð heimilisfræði, náttúrufræði, garðyrkju

Bók ígrunndunar - valda blaðsíður og sjálfsmat

Tilraunir með göngu gerði ég mest út frá útinámskófanum í Bláskógaskólanum í Reykholti
Flestar göngur gekk ég út frá Laugarási og í kringum Skálholt.
Göngur skráseti ég alltaf með hjálp GPS tækis sem hundurinn minn er með á hálsbandinu.
Hugmyndina að hanna spil tók ég með mér í gegnum námið. Á myndinni sést rammi með orði “plöntur” á. Ég sem sagt fór í göngu í leit að viltum furutré (ekki manngerða) og gerði skissu með hjálp spilsins.
Hvenær eru ummerki manna truflun, óskað eftir, samþykkt?
Göngu í leit að línum.
Þakklæti. Takk teiknað í snjó.
Gridarstaður við Hvítá.
Vörðufell - skissað með pastell litum.
Vörðufell - skissað í Flow appinu.
Undirbúningu að göngum í andi Hamish Fulton: 7 daga - 7 göngur.
Orð sem tákna sagnorðið “að ganga” í þremur tungumálum: íslensku, þýsku og ensku. Á blaðinu skissaði ég lika kort og blómapott.
Hugkort um gönguhjólið - 7 daga, 7 göngur í kringum Skálholt.
Á hverjum af þessum 7 dögum er göngustafurinn með hlutverk og skreyttur.
Minnispúnktar um lesefnið: Solnit um það að “ganga” sér leið andstæðis iðnbyltinginn í kringum 18 hundruð og að það að ganga sér motþróun with hraða og alienation of the industrial revolution. Richard Long citation: “A walk expresses space and freedom and the knowledge of it can live in the imagination of anyone, and that is another space, too.” Hann hélt dagbækur um ferðir sínar, skrifaði stutta texta. Ég les gjarnan ferðasögur eða skáldsödur tengð einhverjum raunverulegum atburðum sem tengist ferðafrásögnum á einhverju leiti, útskyringum af stöðum eins og sakamálasögur hans Ragnars Jónssonar.
Eichwalds verk úr söfnuðum hlutum í resin.
Minnispúnktar gerð í google docs
Skissu gerð horft á Hvítá.
Skissu af krummklettum bakvið Bláskógaskólans í Reykholti.
Hugkort um kennsluáætlun.
Úr bókinni Walkscapes
Um kort úr bókinni Walkscapes
INTUITION er hægt að fá ef hugurinn er hreint, enga tilfinninga eða hugsanir trufla, maður er í núinu og sköpun getur átt sér stað.
Notes um línur, orð um hvað er hægt að gera á meðan maður gengur.
Ósjálfráð skrif, hugsanir.
Hlustað á fyrirlestur með Hildi Bjarnadóttur
MIKILVÆG NOTE: hægganga. Langa að prófa það með mínum nemendum. Eftir Gunndís Ýr.
Um pedagocical listening.
Solnit: “Walking as a state in which the mind, the body and the world are aligned.”
Fundinn habit Phil Smith að taka vel eftir hlutum á leiðinni, taka eitthvað með og skipta þeim út fyrir aðra.
Rebecca Solnit.
Um meðvitund hæg ganga.

Sjálfsmat eftir tilraunir með göngur og ígrundun

Ég hef fundið svar við spurningunni sem ég hef lengi verið með, um hvað er hægt að gera með alla fegurðina í kringum mig, landslagið sem ég geng um þrísvar á dag með hundinum minum. Í þessum áfanga listir og göngur hef ég geta aflað mér smá innsæi í heim göngulistamanna og fengið verkfæri til að geta unnið með göngur sem listamaður og kennari. Nú á ég eftir að lesa meira og halda áfram að gera tilraunir, aðallega tengð kennslu á grunnskólastigi og í ferðaþjónustu.

info@flugdreki.is

Created By
Arite Fricke
Appreciate