Humar

Humar eru venjulega ekki rauðir heldur gulir, grænir og bláir en verða rauðir þegar þeir eru eldaðir

Einu sinni voru skeljarnar úr humari notaðar til þess að búa til gólf bolta

Humar finnur ekki fyrir sársauka

Humar borðar fisk, plöntur og snigla. Djúp sjávar humrar leita eftir stórum dauðum dýrum t.d. Hvalir

Það eru meira en 60 tegundir af humrum

Óttir humra er steinbýtur, skötuselur, skötur og þorskur

Heimildir

Hérna kemur frábær humar uppskrift:

Pönnusteiktur humar með hvítlauk

fyrir 4

Hráefnið:

2 kg humar

1 búnt steinselja

300 g smjör

3 heilir hvítlaukar

1/2 l rjómi

2 tsk koníak

1 tsk tómatþykkni

1/2-1/1 chilipipar -- rauður eða grænn

Olía til steikingar -- veljið góða olíu

Maldonsalt

Svartur pipar úr kvörn

Aðferðin:

Humarinn klofinn í tvennt með beittum hníf, svarta röndin hreinsuð úr honum, skolaður upp úr vatni og þerraður með viskustykki eftir hreinsun. Humarinn steiktur upp úr olíu og hvítlaukssmjöri (sjá neðar) í jöfnum hlutföllum. Best er að steikja humarinn ekki allan í einu heldur í 4-5 skömmtum. Steikt á háum hita í eina mínútu, bara með kjötið niður á pönnuna. Þegar allur humarinn er steiktur er hann settur til hliðar í skál. Allur hvítlaukurinn ásamt hálfum chilipipar (má vera með fræjunum en þá er hann sterkari) settur á pönnuna og svissaður létt upp úr hvítlaukssmjöri, svo er tómatþykkni bætt út í ásamt koníaki. Rjóma hellt yfir og steinseljunni bætt við. Kryddað til með salti og svörtum pipar úr kvörn. Þegar sósan er tilbúin er hrikalega gott að setja í hana 200 g smjör og láta það bráðna í henni, en sósan má ekki sjóða eftir að smjöri er bætt við.

Borið fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.

Hvítlaukssmjörið:

1 chilipipar, fræhreinsaður

1 búnt steinselja

3 heilir hvítlaukar

500 g smjör

1 msk maldonsalt

Reykt paprikuduft á hnífsoddi

Svartur pipar úr kvörn

Allt sett saman í matvinnsluvél. Gæta þarf þess að láta smjörið standa við stofuhita í 3 klst. áður en það er sett í matvinnsluvélina.

Ofnbakaður humar

fyrir 4

Hráefnið:

2 kg humar, helst stór eða millistór

Hvítlaukssmjör (sjá uppskrift ofar)

3 dl hvítvín/rjómi

Maldonsalt

Svartur pipar úr kvörn

Humarinn klipptur upp eftir bakinu, svarta röndin hreinsuð úr honum undir köldu rennandi vatni og hann síðan þerraður með viskustykki. Hvítlaukssmjöri makað á humarinn, u.þ.b. 1 tsk á hvern humar ef hann er stór -- ekki spara hvítlaukssmjörið. Humrinum raðað í eldfast mót og rjóma hellt yfir og/eða hvítvíni. Grillaður í ofni á hæsta hita í u.þ.b 3 mínútur -- ALLS ekki lengur. Þegar humarinn er tekinn úr ofninum bráðnar smjörið ofan í hvítvínið/rjómann. Gott er að dífa hvítlauksbrauði ofan í.

Borið fram með fersku salati, hvítlauksbrauði og bakaðri kartöflu með sýrðum rjóma.

NextPrevious

Report Abuse

If you feel that the content of this page violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a copyright violation, please follow the DMCA section in the Terms of Use.